05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í D-deild Alþingistíðinda. (3262)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Forsætisráðherra (JM):

Jeg held, að þetta sje í fyrsta sinn, að jeg heyri ráðist á Sæmund Bjarnhjeðinsson. Hann hefir hingað til verið viðurkendur sem einn af allra samviskusömustu embættismönnum þessa lands. (JJ: Hefi jeg sagt honum nokkuð til lasts?) Jeg held það nú, þm. hefir beinlínis brugðið honum um vanrækslu í embættisrekstri. Annars mun hv. þm. vera hyggilegra að ráðast ekki á slíka embættismenn sem hann. (JJ: Það er altaf hyggilegt að segja sannleikann!)

Hvað sjúklingum líður, sem ekki eru á spítalanum, þá hafa þeir þá tegund holdsveiki, sem talin er hættulaus fyrir aðra, sljettu veikina. Verðum vjer að taka fult tillit til álits þessa eina sjerfræðings vors á þessu sviði, manns, sem ekki einasta nýtur almenns trausts og álits hjer í landi, heldur er alment viðurkendur af erlendum læknum.

Jeg gat búist við ýmsu frá hv. 5. landsk. (JJ), en síst átti jeg von á, að hann mundi beina árásum sínum að þessum embættismanni. (JJ: Jeg hefi rökstutt þær!) Rökin eru eins og endranær.