05.05.1924
Efri deild: 62. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 431 í D-deild Alþingistíðinda. (3267)

147. mál, holdsveikraspítalinn

Sigurður Eggerz:

Jeg vil benda hæstv. forsrh. (JM) á, að í lögunum frá 1909 stendur í 1. gr.:

„Holdsveikir menn, sem líkþráir eru, .... skulu allir settir í holdsveikraspítalann, svo fljótt sem rúm leyfir“.

Sýnir það sig því, að samkv. lögunum er það bein skylda að ráðstafa sjúklingunum, svo að ekki hljótist af þeim hætta fyrir heilbrigt fólk, og koma þeim fyrir í spítalanum.