03.03.1924
Neðri deild: 13. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 434 í D-deild Alþingistíðinda. (3275)

51. mál, eftirlitsmaður með bönkum og sparisjóðum

Fjármálaráðherra (KlJ):

Jeg vildi aðeins taka það fram, að það hefir ekkert undarlegt átt sjer stað í þessu máli, að minsta kosti ekki að því er stjórninni sje kunnugt. Það var búið að veita þetta embætti áður en jeg hafði nokkra hugmynd um, að þessi till. kæmi fram. En öðru máli væri að gegna, ef hv. flm. (ÁF) hefði verið kunnugt um veitinguna áður en hann kom fram með till. Þá mætti það heita undarlegt, að tillagan er fram komin. Svo mikið er alveg áreiðanlegt, að sumum flokksmönnum hv. flm. var fullkunnugt um veitinguna, og það meira að segja fyrir alllöngum tíma.