28.03.1924
Efri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 438 í D-deild Alþingistíðinda. (3282)

107. mál, niðurlagning vínsölu á Siglufirði

Forsætisráðherra (JM):

Hv. flm. (EÁ) gat rjett til um það, að jeg get ekki svarað því nú, hvort jeg sjái mjer fært að leggja vínsöluna á Siglufirði niður. En jeg er fús til að taka þetta til athugunar, því að jeg get lýst því yfir, að mjer er ekki kært, fremur en fyrv. forsrh. (SE), að hafa útsölustaði vínanna fleiri en beinlínis er nauðsynlegt vegna samninganna við Spánverja.

Jeg leyfi mjer því að lýsa því yfir, að jeg skal taka mál þetta til athugunar.