28.03.1924
Efri deild: 31. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 440 í D-deild Alþingistíðinda. (3284)

107. mál, niðurlagning vínsölu á Siglufirði

Flm. (Einar Árnason):

Jeg bjóst við því, að nú sem stæði gæti hæstv. stjórn ekki gefið ákveðin svör um það, hvort hún sæi sjer fært að leggja vínsöluna á Siglufirði niður. En þar sem hæstv. forsrh. (JM) hefir tekið vel í málið og lofað að taka það til athugunar, sem jeg treysti, að hann geri, og greiði úr því á þann hátt, að Siglfirðingar megi vel við una, sje jeg ekki ástæðu til að halda till. til streitu. Og í trausti þessa tek jeg hana hjer með aftur.