12.03.1924
Neðri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í D-deild Alþingistíðinda. (3301)

53. mál, prófessorsembættið í íslenskri bókmenntasögu

Jón Kjartansson:

Jeg vil aðeins beina þeirri stuttu fyrirspurn til hv. flm. (ÁÁ og JakM), hvort þeir hafi leitað til háskólaráðsins um þetta mál, og ef ekki, hvort þeir sjái sjer ekki fært að taka málið af dagskrá nú. Háskólaráð Íslands hefir undir höndum sáttmálasjóðinn, en í 2. gr. reglugerðar um hann er ráð fyrir gert, að veittur sje styrkur úr honum til vísindastarfsemi m. a. Mjer fyndist allra hluta rjettast og viðkunnanlegast, að próf. Sig. Nordal kæmi þaðan sá styrkur, sem gerði honum kleift að dvelja hjer á landi áfram. Að þessu athuguðu vildi jeg skjóta því til flm., hvort þeir væru ekki fúsir að fara þessa leið og taka málið þar með af dagskrá.