12.03.1924
Neðri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í D-deild Alþingistíðinda. (3306)

53. mál, prófessorsembættið í íslenskri bókmenntasögu

Ásgeir Ásgeirsson:

Sú ósk hefir komið fram, að málið sje tekið út af dagskrá. En við flm. sjáum ekki ástæðu til þess, því nefnd sú, sem málið verður látið ganga til, mun rannsaka það og afla allra upplýsinga. Það er því ósk okkar, að þeir, sem vilja fá hinar fylstu upplýsingar í málinu, greiði till. atkv. til nefndar. Málið hefir ekki verið borið undir háskólaráðið enn, enda er till. ekki borin fram vegna kenslunnar í háskólanum, heldur vegna alþýðu þessa lands, þjóðlífs og menningar, eins og áður hefir verið minst á.