12.03.1924
Neðri deild: 21. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 467 í D-deild Alþingistíðinda. (3308)

53. mál, prófessorsembættið í íslenskri bókmenntasögu

Flm. (Jakob Möller):

Jeg hefi ekki við það að athuga, þó till. verði vísað til nefndar, en jeg sje enga ástæðu til þess að vera að tefja fyrir þessu máli með því að hafa þriðju umr. um það. Jeg bar upphaflega þessa till. til þál. fram í trausti þess, að um hana færi aðeins fram ein umr., og það aðeins í þessari hv. deild. Lá þá í hlutarins eðli, að ef till. hefði orðið samþ., að stjórnin hefði orðið að leita samvinnu við báðar fjvn. þingsins um það, hversu þessu máli skyldi haldið fram. Nú var þessu breytt, og tvær umr. ákveðnar um málið, og verður það því að koma fyrir báðar þingdeildirnar. Þessvegna má strax, ef vill, taka ákvörðun um fjárhagshlið þessa máls, og tel jeg því rjettast að vísa því til fjvn., að umr. lokinni. Að fresta þessari umr. álít jeg alveg ástæðulaust. Jeg geri ráð fyrir, að allir hv. þm. viti með sjálfum sjer, hvort þeir eru þessu máli hlyntir eða ekki. Með þeirri atkvgr., sem nú fer fram um málið, segja þeir, sem greiða því atkv. til fjvn. ekki annað en að þeir sjeu því hlyntir, ef það teljist fjárhagslega fært. Leggi fjvn. á móti þessu máli og telji ógerlegt að veita fje í því skyni, geta hv. þm. þá auðvitað ráðið atkv. sínu þrátt fyrir þessa atkvgr., enda verður þá nægur tími fyrir þá til þess að taka ákvörðun um málið.