25.04.1924
Neðri deild: 55. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 577 í D-deild Alþingistíðinda. (3402)

81. mál, starfsmannahald við landsverslunina og áfengisverslunina

Forsætisráðherra (JM):

Hv. þm. Str. (TrÞ) mintist á það áðan, að rjett væri að hætta seðlafarganinu, sem hann kallaði svo. Það mun vera rjett hjá hv. þm. (TrÞ), að meirihluti bannmanna muni nú vilja, að því sje hætt. Jeg fyrir mitt leyti lít svo á, að vel megi komast af án þessa.

Að því er snertir samanburð á launum embættismanna og þeirra, sem við þessar stofnanir vinna, þá lít jeg svo á, að sá samanburður sýni aðeins, að laun embættismanna eru of lág, en ekki, að laun hinna sjeu of há. Og jeg er alveg samdóma hv. 3. þm. Reykv. (JakM) um það, að erfitt yrði að fá hæfa menn í þessar stöður, ef þeim væri miklu ver launað en nú er.