08.03.1924
Neðri deild: 18. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1245 í C-deild Alþingistíðinda. (3435)

66. mál, byggðarleyfi

Flm. (Bernharð Stefánsson):

Jeg skal játa, að það, sem hv. þm. Ak. (BL) mintist á, hafði jeg líka hugsað um, og fundist það mæla mest á móti frv. En eins og jeg lýsti áðan, þá álít jeg það ekki minni höft á frelsi, og það fleiri manna, sem sveitarfjelögin verða fyrir, er þau eru skyld að taka við hverjum óreiðumanni sem er, og verða svo að sjá honum farborða, ef á þarf að halda. (BL: Það er ekki skerðing á persónufrelsi, aðeins aukingjaldabyrði.) Svo há geta þessi gjöld orðið, að menn missi sitt persónulega frelsi. Menn gleyma því oft, að það hvíla önnur gjöld á þjóðinni en þau, sem til ríkisins ganga. Sum sveitarfjelög eru að örmagnast undir þeirri byrði, sem fátækraframfærið leggur þeim á herðar.

Hv. þm. Ak. (BL) taldi hart, ef hann ætti jörð í öðru sveitarfjelagi, að geta ekki ráðstalað henni sjálfur. Eða fengið það vinnufólk, sem honum sýndist, án leyfis hreppsnefndar. Jeg geri ráð fyrir því, að sveitarstjórnir mundu beita ákvæðum þessara laga frjálslega. En þeir, sem ekki hala trú á því, hala þá annan veg en þann að vera á móti frv. Þeir geta komið með breytingartillögur við frv., sem fela í sjer ákvæði um það, hvenær sveitar- og bæjarstjórnir megi beita lögunum.

Jeg hafði í fyrstu hugsað að bera frv. fram þannig, að þeir, sem ættu tiltekna eign, eða gætu sannað, að þeir hefðu tryggingu fyrir sæmilegum árstekjum o. s. frv., væru undanþegnir því, að þurfa að fá bygðarleyfi. En svo þótti mjer þó rjettara að koma ekki með annað en hugsunina um sjálfa trygginguna. En nánari ákvæði ýms gætu svo komið við meðferð málsins hjer. Get jeg því sjálfur vel greitt breytingartillögum við frv. atkvæði, ef þær koma fram síðar og miða til bóta.