19.03.1924
Neðri deild: 27. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 318 í C-deild Alþingistíðinda. (3469)

93. mál, botnvörpukaup í Hafnarfirði

Atvinnumálaráðherra (KlJ):

Þessi fyrirspurn hefir áður komið hjer í hv. deild, og þykist jeg hafa svarað henni fullgreinilega. Stjórnin hefir enga undanþágu leyft til þess að stunda fiskiveiðar í Hafnarfirði, fyrir erlenda togara. En það er minn skilningur á fiskiveiðalögunum, sem jeg drap á, er þessi fyrirspurn kom í þingbyrjun, að innlendir menn gætu tekið á leigu útlenda botnvörpunga, sem veiða utan landhelgi, en leggja upp hjer. En hvort sá skilningur laganna er rjettur, er fyrir dómstólana að skera úr. En það eru margir góðir lagamenn, sem skilja fiskiveiðalöggjöfina nákvæmlega á sama hátt sem jeg.