19.03.1924
Neðri deild: 27. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 339 í C-deild Alþingistíðinda. (3487)

93. mál, botnvörpukaup í Hafnarfirði

Magnús Jónsson:

Jeg vildi bara segja það, að hversu tryggilega sem stjórnin byggi um ábyrgðina, þá getur hver maður í Hafnarfirði, sem vill, farið, þegar þetta frv. er orðið að lögum, og leitað sjer láns erlendis, og fengið það, með væntanlega ábyrgð stjórnarinnar fyrir augum. Og stjórnin getur á engan hátt komið í veg fyrir það.