26.02.1924
Neðri deild: 8. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 73 í B-deild Alþingistíðinda. (41)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

forsætisráðherra (SE):

Jeg hefi þann heiður að leggja fyrir háttv. þingdeild þessi frv. f. h. dóms- og kirkjumálaráðuneytisins:

1. Frv. til laga um yfirstjórn og umsjón fræðslumála.

2. — til laga um breytingar á lögum um

skipun barnakennara og laun þeirra, frá 28. nóv. 1919, nr. 75.

3. — til laga um breytingar á 3. og 4. gr. í lögum frá 22. nóv. 1907, um kennaraskóla í Reykjavík.

4. — til laga um fræðslu barna.

5. — til laga um stýrimannaskólann í

Reykjavík.

6. — til laga um sameining yfirskjalavarðarembættisins og landsbókavarðarembættisins.

7. — til laga um breyting á lögum nr. 38, 3. nóv. 1915, um afhending á landi til kirkjugarðs í Reykjavík.

8. — til laga um gjald af hálfu lyfsala vegna kostnaðar við eftirlit með lyfjabúðunum o. fl.