17.03.1924
Neðri deild: 25. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1201 í B-deild Alþingistíðinda. (442)

38. mál, gengisviðauki á ýmsa tolla og gjöld

Hákon Kristófersson:

Jeg á brtt. á þskj. 150. Lýsti jeg því yfir við 2. umr. fyrir skömmu, að jeg væri yfir höfuð andvígur máli þessu, en þar sem jeg býst við, að það hljóti fram að ganga að einhverju leyti, hefi jeg borið fram þessa brtt. En þar sem jeg hefi orðið þess áskynja, að hún myndi eiga erfitt uppdráttar eins og hún nú er orðuð, hefi jeg leyft mjer að afhenda hæstv. forseta (BSv) skriflega brtt., þar sem numin eru burt orðin „eða sykri“. Ekki skal jeg dylja það, að jeg hefði frekast kosið, að brtt. á þskj. 150 hefði verið samþykt óbreytt, en jeg kýs fremur, að þetta náist en ekkert.

Er nú aðeins farið fram á að undanskilja kornvörur, og eftir því, sem háttv. frsm. meiri hl. nefndarinnar (JÞ) sagði við síðustu umr., er þar ekki um stóra upphæð að ræða, en jeg get búist við, að menn líti vingjarnlegri augum á málið, ef brýnustu nauðsynjarnar, þ. e. kornvörurnar, eru undanskildar. Vonast jeg því eftir, að hv. nefnd og hv. þdm. taki brtt. vel.