27.03.1924
Efri deild: 30. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1240 í B-deild Alþingistíðinda. (487)

20. mál, kennaraskóli

Sigurður Jónsson:

Við 2. umr. þessa máls hjer í deildinni urðu allmiklar umræður um það. Tók jeg engan þátt í þeim, og vil heldur ekki vekja þær upp nú. En jeg greiddi atkv. með frv. til 3. umr. í von um, að það yrði lagfært, en svo hefir ekki orðið. Get jeg því ekki fylgt frv. lengra, af því að jeg tel það mjög þýðingarlítið, því að breytingin er gerð aðeins fyrir nokkra menn, sem ganga í kennaraskólann, en ekki fyrir almenning, því að fæst börn munu hafa tækifæri til að nema enska tungu.

Af þessum ástæðum mun jeg því greiða atkv. á móti frv.