26.02.1924
Efri deild: 6. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 2379 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

Breytingar á nefndaskipun

Jón Magnússon:

Áður en gengið er til dagskrár, vil jeg geta þess, að fjhn. lítur svo á, að hún hafi fengið leyfi til að bæta við sig tveimur mönnum til aðstoðar, sjerstaklega til að athuga ýms viðskiftamál. Ef hæstv. forseti er þessu samþykkur, vill nefndin því bæta við sig þeim hv. þm. Vestm. (JJós) og hv. 5. landsk. (JJ).