12.03.1924
Efri deild: 17. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1247 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

18. mál, afhending á landi til kirkjugarðs í Reykjavík

Forsætisráðherra (SE):

Ástæðan fyrir því, að stjórnin lagði frv. þetta fyrir þingið, var sú, að kostnaðurinn við kirkjugarðinn hjer var orðinn mjög mikill. Hv. allshn. Nd, hefir lækkað legkaupið frá því, sem gert var ráð fyrir, að það væri eftir frv. stjórnarinnar. Legg jeg samt til, að hv. Ed. samþykki það eins og það liggur fyrir nú, og að því verði vísað til allshn. að umræðunni lokinni.