21.02.1924
Neðri deild: 5. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (535)

3. mál, útflutningsgjald

Fjármálaráðherra (KlJ):

Ræða háttv. 3. þm. Reykv. (JakM) gaf mjer ekki ástæðu til að segja mikið. Jeg get þó ekki stilt mig um að benda á það, að allar líkur sjeu með því, að lög, sem staðið hafa rúm 40 ár, sjeu runnin inn í meðvitund þjóðarinnar. Jeg skal þó játa, að frekar gæti komið til mala, er úr rættist fyrir ríkissjóðnum, að afnema útflutningsgjöld á landbúnaðarafurðum. — En það held jeg, að sárafáum komi til hugar með sjávarafurðirnar.