19.02.1924
Neðri deild: 3. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1289 í B-deild Alþingistíðinda. (595)

6. mál, sameining yfirskjalavarðarembættis og landsbókavarðarembættis

Bjarni Jónsson:

Jeg hefði síst búist við því, að ræða mín hefði þær afleiðingar, sem á daginn er komið. Geri jeg ekki deilu mína og hæstv. forsrh. (SE) að því stóratriði, að jeg geti ekki stutt hann til ráðherradóms þess vegna. Og kynlega kemur mjer það fyrir sjónir, að hv. 1. þm. Reykv. (JÞ) skyldi einmitt velja þetta tækifæri til að lýsa yfir vantrausti sínu á stjórninni, hafi orð hans átt að skiljast á þann veg, þar sem skoðanir beggja munu þó falla saman í þessu máli og hvorirtveggja munu ætla sjer að bjarga föðurlandi sínu með því að skera nokkra menn.