09.04.1924
Neðri deild: 46. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1306 í B-deild Alþingistíðinda. (608)

6. mál, sameining yfirskjalavarðarembættis og landsbókavarðarembættis

Forsætisráðherra (JM):

Jeg vildi helst komast hjá að ræða þetta í bili, en skal aðeins geta þess, að jeg hygg það hentugra að þurfa ekki að sameina þessi embætti á næstunni. Það er annars rjett, sem hv. þm. Str. (TrÞ) segir, að það getur í fljótu bragði sýnst óeðlilegt, að það tvent færi saman, að samþykt væri sameining embættanna, en þau jafnframt veitt tveim mönnum. En hjer liggja að sjerstök atvik og fyrirætlanir, sem hv. þingmönnum eru kunnar.