21.03.1924
Neðri deild: 29. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 111 í B-deild Alþingistíðinda. (79)

1. mál, fjárlög 1925

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Jeg hefi ekki fram að bera fyrir nefndarinnar hönd í þetta sinn annað en ósk um, að frv. fái að ganga greiðlega til 2. umr.

Þessi dagur hefir að venju hjer á þingi verið talinn einskonar hátíðisdagur — eldhúsdagur hefir hann verið nefndur —, en jeg ætla ekki að verða til þess að byrja á eldhúsverkum, hvað sem aðrir háttv. þm. gera. Annars eru ástæður í þetta sinn nokkuð einstæðar, þar sem stjórnarskifti eru að fara fram. Liggur önnur stjórnin á líkbörunum, og er þá auðvitað sorg í hennar húsum, en nýja stjórnin er ennþá í reifum, og eiga þar eflaust margir óuppfyltar vonir, þar sem hún er. Er það því eðlilegt, að út af þessari þingvenju verði brugðið í þetta sinn.