29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1519 í B-deild Alþingistíðinda. (816)

100. mál, verðtollur

Þorleifur Jónsson:

Áður en til atkv. er gengið um það, hvort afbrigði frá þingsköpum skuli leyfð, vil jeg leyfa mjer að segja fáein orð. Framsóknarflokkurinn hefir, utan fundar, snúið sjer til hæstv. stjórnar og beint til hennar þeirri spurningu, hvort hún vilji stuðla að því, að samþykt verði frv. um höft á aðflutningi, er sje í öllum aðalatriðum eins og frv. það, sem flokkurinn hefir borið fram. Að fenginni yfirlýsingu hennar um, að hún vilji koma á aðflutningshöftum á þessum grundvelli, mun flokkurinn gera alt til þess, að þetta mál fái fljóta afgreiðslu. Leyfi jeg mjer nú að óska svars fyrir hönd flokksins.