29.03.1924
Neðri deild: 36. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1541 í B-deild Alþingistíðinda. (841)

100. mál, verðtollur

Jón Baldvinsson:

Það er ekki ástæðulaust, að jeg bið um orðið til að bera af mjer sakir. Annars finst mjer undarlegt, hve hv. samþm. minn (JakM) er orðinn viðkvæmur alt í einu og tekur sjer nærri, að jeg sagði, að hann og hæstv. stjórn hefðu „bóndafangað“ Framsóknarflokkinn í haftamálinu. En ekki fæ jeg sjeð, hvernig hann fer að setja það í samband við veitinguna á eftirlitsstöðunni með bönkum og sparisjóðum. Mjer datt hún ekki í hug, en úr því að hann mintist á hana, verður hver að hugsa það, sem honum sýnist í því sambandi. Hann getur ekki skafið út hugsanir manna út af því.

Jeg veit vel, að engir skriflegir samningar eða skilmálar hafa fylgt veitingunni, en engum verður láð, þó hann dragi sínar ályktanir af henni, þrátt fyrir það.