31.03.1924
Efri deild: 34. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1591 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

100. mál, verðtollur

Frsm. meiri hl. (Jóhann Jósefsson):

Jeg hjelt, að hv. 2. þm. S.-M. (IP) mundi taka af mjer ómakið þegar hann fór að útskýra fyrir háttv. 6. landsk. þm., hvers vegna bambus og bast skyldi undanþiggja tolli. En hann gerði það ekki nema að hálfu leyti. Bambusstengur eru notaðar víðsvegar um land við veiðarfæri; hygg jeg því, að fjhn. Nd. muni vilja undanskilja þær, af því ætlast er til, að öll veiðarfæri sjeu undanskilin þessum tolli. En það er eðlilegt, að hv. 6. landsk. þm. sje þessu ókunnug.