31.03.1924
Neðri deild: 38. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1598 í B-deild Alþingistíðinda. (880)

100. mál, verðtollur

Tryggvi Þórhallsson:

Það var aðeins stutt athugasemd. Jeg vildi aðeins geta þess, að hv. 2. þm. Árn. (JörB) þarf ekki að heitast neitt við brtt. mínar. Þar stendur alt öðruvísi á. Jeg kom aðeins með þær af því, að það voru komnar fram aðrar brtt., og ef þær till. verða feldar, þá tek jeg mínar till. aftur. Frv. þarf því ekki til hv. Ed. mín vegna.