20.03.1924
Neðri deild: 28. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1604 í B-deild Alþingistíðinda. (889)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Jón Kjartansson:

Jeg man ekki eftir, að nokkur undanþága sje til í öðrum þeim lögum, sem frv. þetta nær til, um það, að heimilt sje að innheimta sektarfjeð, og ef svo er ekki, þá er augljóst, að fara verður eftir tilsk. frá 25. júní 1869, um afplánun fjesekta, þannig, að sje sektin ekki greidd, kemur fangelsi. Er í þeim tilfellum því ekki hægt að tala um „að innheimta“, og vænti jeg, að háttv. nefnd athugi þetta nánar.