26.03.1924
Neðri deild: 33. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1608 í B-deild Alþingistíðinda. (903)

97. mál, landhelgissektir í gullkrónum

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg óskaði þess við 1. umr., að nefndin tæki þetta atriði um sektir fyrir seladráp til athugunar. Við 2. umr. mintist nefndin ekki á þetta, og þess vegna fanst mjer ástæða til þess að koma fram með þessa brtt. Hinsvegar vil jeg ekki verða þessu frv. Þrándur í Götu, ef háttv. sjútvn. telur þetta svo áríðandi, að frv. tefjist ekki við að fara aftur í nefnd.