07.04.1924
Neðri deild: 44. fundur, 36. löggjafarþing.
Sjá dálk 1629 í B-deild Alþingistíðinda. (992)

101. mál, sýsluvegasjóðir

Frsm. (Pjetur Þórðarson):

Það er af tilviljun, að samgöngumálanefndin í heild hefir ekki getað athugað brtt. á þskj. 303. En að því leyti, sem hún hefir rætt um hana, held jeg, að mjer sje óhætt að segja, að nefndarmenn álíti, að breytingin sje til bóta. En nefndin hefir alveg óbundnar hendur við atkvgr., þar sem hún í heild hefir ekki getað athugað brtt. Annars hefi jeg orðið var við það síðan við 2. umr., að í hv. deild eru einstakir menn, sem líta svo á, að ekki væri vert að breyta lögunum frá því, sem er. Mjer líkar till. vel og vildi óska, að menn ljetu það ekki hafa nein áhrif á afstöðu sína til málsins, sem annars hefir verið tekið vel, að hún hefir komið fram og virðist í fljótu bragði gerbreyta frv.greininni. Mjer er ekkert kappsmál að fá frv. samþykt óbreytt, en óska, að hv. þm. samþykki annaðhvort, og þá helst brtt., því að jeg tel hana heldur betri en frv.