31.03.1925
Neðri deild: 47. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í B-deild Alþingistíðinda. (113)

1. mál, fjárlög 1926

Jakob Möller:

Jeg á hjer 2 brtt. á þsk, 202, og þótt. hv. 2. þm. Skagf. (JS) sj ekki meðflutningsmaður nema að annar má þó segja, að þær sjeu báðar fram komnar fyrir hans atbeina. Önnur till. e sú, að veita 1500 kr. til að gefa út Lög Íslands, í stað 3000 kr., sem við hugðun að hv. deild myndi þykja of mikil fjárupphæð í því skyni. Eins og hv. 2. þn Skagf. (JS) sagði, er þetta bráðnauðsynlegt verk. Hann talaði þó jafnframt um, að nokkur óreiða hefði verið á útgáfunni undanfarið. Má vera, að svo hafi verið, en það mun einkum hafa stafað af því, að skrykkjótt hefir gengið með styrk til útgáfunnar hingað til. Ef styrkur fæst, hygg jeg, að ekki sje ástæða til að óttast slíkt framar.

Um hina brtt. er það að segja, að háttv. 2. þm. Skagf. (JS) var henni að vísu andvígur, en gat þess þó, að fje það, sem hv. fjvn. hefir ætlað til veðurstofunnar, myndi ekki reynast nægilegt til þess að auka starfskrafta hennar eftir þörfum. Mín brtt. fer fram á, að nægilegt fje verði veitt til þessarar stofnunar.

Öllum munu vera í fersku minni inannskaðar þeir, sem hjer hafa orðið á sjó í vetur. Aðalviðfangsefni veðurstofunnar er það, að koma í veg fyrir slík slys. Því er jafnframt nauðsyn á, að hæfir menn starfi við þessa stofnun. Því vil jeg, að gerð sje gangskör að því að fá Jón Eyþórsson heim hingað og fá hann til að taka við stöðu við veðurstofuna, eins og hv. fjvn. hefir einnig gert að till. sinni.

Það gladdi mig að sjá, að hv. fjvn. lagði til, að fjárveiting til þessarar stofnunar yrði hækkuð um 10 þús. kr. Einkum er þetta virðingarvert vegna þess, að í fyrra var lagt til að lækka þessa fjárveitingu. Hygg jeg, að manntjónið í vetur hafi átt aðalþáttinn í þessum straumhvörfum. Starfræksla veðurstofunnar er einmitt eitt af þrennu, sem helst getur dregið úr sjóslysunum. Annað er vitabyggingar og hið þriðja viðboðið, sem kemur fyrir á þessu þingi og mikils má vænta af í þessu efni.

Jeg vona því, að hv. deild taki þessari litlu brtt. minni vel. Vafalaust er óhætt að gera ráð fyrir, að ekki verði eytt meiru fje en þörf er á í þessu skyni. Mjer skildist líka svo, og vil undirstrika það, að um áætlunarupphæð væri að ræða í till. hv. fjvn.

Jeg á hjer ekki fleiri brtt. En jeg vildi þó fara nokkrum orðum um brtt. minni hl. fjvn. á þskj. 204. um styrk til Pálma Hannessonar til jarðfræðirannsókna. Jeg vil mæla hið besta með þeirri brtt. Hjer er að ræða um áframhald af starfsemi Þorvalds Thoroddsens, og þingið hefir viðurkent nauðsyn slíkra rannsókna með styrk sínum til hans um langt árabil. Þessi maður, sem nú sækir um styrk í þessu skyni, er að allra sögn duglegur afburðamaður og nýtur ágæts álits sem vísindamannsefni, og þarf því ekki að efast um, að hann vinni fyrir þessu fje. Annars hefir háttv. frsm. minni hl. (BJ) talað svo vel fyrir brtt. þessari, að jeg hefi þar ekki meiru við að bæta.

Þá vildi jeg minnast á aðra brtt. á sama þskj., um styrk til Gísla Jónassonar kennara. Þessi maður er alls góðs maklegur og er talinn einhver besti kennarinn við barnaskólann og nýtur almenns trausts. Jeg vil því eindregið mæla með því, að honum verði veittur utanfararstyrkur þessi.

Jeg sje ekki ástæðu til að minnast á fleiri brtt. En út af þeim orðum, sem hæstv. fjrh. (JÞ) beindi til mín í næstsíðustu ræðu sinni, ætla jeg að lengja mál mitt lítið eitt.

Hann gaf mjer þann vitnisburð, að jeg hefði jafnan verið bjartsýnn á fjárhag ríkisins, en ekki að sama skapi glöggskygn. Öðru svaraði hann ræðu minni ekki. Ef jeg vildi nú beita samskonar röksemdafærslu, gæti jeg sagt, að hæstv. fjármálaráðherra hefði jafnan gert sig sem svartsýnastan í þessum efnum og reynst að sama skapi glámskygn. Þetta ætla jeg nú samt ekki að gera, enda þótt þetta sjeu mjög svo handhægar röksemdir. Jeg vildi aðeins minna á það, að hjer hefir áður verið deilt um ýms fjármál, og þar á meðal t. d. um gengismálið, og höfum við hæstv. fjármálaráðherra (JÞ) löngum verið þar á öndverðum meiði. En það, sem hann á þessu þingi hefir sagt um sjónhverfingar lággengisins. kemur einmitt mætavel heim við mína fyrri skoðun á því máli og sýnir. að hæstv. ráðh. (JÞ) er hjer að nálgast álit mitt í þessu efni. Hafi jeg verið óglöggskygn í því máli, þá er það leitt fyrir hæstv. ráðh., að sá kvilli skuli nú taka að ásækja hann líka.

Jeg hefi aldrei andmælt því, að ástæða væri til að fara varlega í fjárveitingum. En hitt hefi jeg sagt, og segi enn, að ekki sje rjett að mála ástandið svartara en það er í raun og veru. Hæstv. fjrh. (JÞ) hefir talað hjer mjög um kreppu, sem muni koma á næstunni, hljóti að koma, og jafnvel skuli koma. Um þetta getur hann auðvitað ekkert sagt. Eina skýringin væri þá, að hann ætlaði sjer sjálfur að leiða þessa kreppu yfir. Að vísu er alls ekki fyrir synjandi, að svo geti farið, en hæstv. fjrh. getur ekkert vitað um þetta. nema skýringin sje þessi.

Hæstv. fjrh. taldi, að tekjur ríkissjóðs árin 1925–1926 yrðu lægri en árið áður, og færu þær eftir afkomu atvinnuveganna. Hjer mun aðallega átt við útflutningsgjaldið. En sannleikurinn er sá, að útflutningsgjaldið skiftir tiltölulega litlu máli. Hann gat og um aukinn kostnað við atvinnurekstur, til dæmis að kaup verkakvenna hefði hækkað um 40%. Þegar þess er þó gætt, að talið er, að hver togari hafi haft að jafnaði 250 þús. kr. ágóða síðastliðið ár, þá virðist, að slíkur atvinnuvegur megi við nokkrum meir kostnaði en verið hefir. Auk þess er kaup verkakvenna aðeins lítill þáttur útgerðarkostnaðarins.

Eins og jeg þegar hefi sagt. verður jafnan að hafa það á bak við eyrað, að kreppa geti komið yfir, en nú sem stendur er hagur ríkissjóðs áreiðanlega svo góður að fyllilega forsvaranlegt er að bera fram þær brtt., sem hjer hafa verið bornar fram eins og t. d. till. um fjárveitingu til lands spítalans, sem að vísu hefir þegar verið feld, en mun rísa upp aftur við 3. umr. enda þótt það kunni að verða í breyttri mynd. Þegar viðurkent er, að tekjuafgangur síðasta árs hafi verið 11/2 milj kr. og 11/2 milj. kr. þetta ár, auk þess sem borgað hefir verið af skuldum. ætti að vera óhætt að hækka gjaldaliðinn um 200–300 þús. kr. Það er auðsjeð á öllu að hæstv. fjrh. telur skyldu sína að mála ástandið sem svartast, en slíkt má ekki taka alt of alvarlega.