09.05.1925
Neðri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2118 í B-deild Alþingistíðinda. (1163)

8. mál, verslunaratvinna

Tryggvi Þórhallsson:

Jeg bjóst ekki við, að jeg mundi taka til máls um þetta, en mjer finst horfa hjer til vandræða. Fjöldi af brtt. hefir komið á síðustu stundu, og nú síðast skrifleg brtt., þar sem á að fara að „krukka“ í samvinnulögin. Jeg vil mælast til þess af hæstv. forseta, að hann taki málið af dagskrá.. (PO: Það má drepa till.). Hver á það víst, að hún verði drepin, eða yfirleitt, að nokkuð skynsamlegt verði gert í málinu í slíku flaustri? Jeg mun að minsta kosti greiða atkv. móti afbrigðum um þessa skriflegu brtt.