24.04.1925
Neðri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2225 í B-deild Alþingistíðinda. (1218)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg hefi borið fram litla brtt. á þskj. 378 við 4. gr. frv., um heimild fyrir stjórnina til þess að láta væntanlega samninga við stjórnina í Danmörku um tekju- og eignarskatt ná einnig til sveitargjalda. Vænti jeg, að hv. deild hafi ekki á móti þessari brtt., því að sama sanngirni mælir með því, að gjaldendur þurfi ekki að greiða sveitargjöld nema á einum stað, eins og tekjuskatt og eignarskatt.