24.04.1925
Neðri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2246 í B-deild Alþingistíðinda. (1229)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jakob Möller:

Það var aðeins út af þeim ummælum hæstv. fjrh. (JÞ), að þriggja ára meðaltalsreglan komi veigaminni fjelögum mest að gagni, að jeg vil

leyfa mjer að koma með stutta athugasemd. Jeg hefi nú áður sýnt fram á það gagnstæða, og engin tilraun verið gerð til að hrekja það, en nú hefi jeg athugað

1. ár samkv gildandi lögum 0%

2. — — — — 10%

3. — — — — 66%

4. — — — - 80%

5. - - - - 20%

2 árin nær skatturinn hámarki í báðum tilfellum, en munurinn er sá, að hin árin er skattprósentan hærri samkv. frv. en samkv. gildandi lögum. Afleiðingin verður sú, að ívilnunin er engin samkv. frv. Þar við bætist enn, að skattskyldar tekjur eru meiri samkv. frv. en samkv. gildandi lögum.

Þá vil jeg að lokum taka það fram, að jeg get ekki látið það fara að hafa áhrif á atkvæði mitt, hverjar kunni að vera óskir gjaldþegna í þessu efni. Jeg held því þvert á móti fram, að þingið eigi að hafa vit fyrir þeim í þessu efni sem öðrum.