12.05.1925
Efri deild: 75. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2279 í B-deild Alþingistíðinda. (1244)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jónas Jónsson:

Hæstv. fjrh. (JÞ) gat þess, að sá fyrri liður, sem við höfum lagt til, að væri feldur niður. hefði verið tekinn eftir reglu í enskum lögum. Þegar við vorum að athuga þetta í nefndinni, heyrðum við þessa getið, og það var líka tekið fram í aths. stjórnarinnar, að þessi regla væri víðar en á einum stað erlendis. Við leituðumst fyrir um þetta, en niðurstaðan varð sú, að þessi regla væri hvergi erlendis, ekki í Frakklandi, hefði verið í Englandi, en væri nú lögð niður. (Fjrh. JÞ: Það er ekki rjett). Jeg skal svo ekki ræða þetta frekar nú, en jeg krefst þess, að hæstv. fjrh. láti nefndinni í tje þá vitneskju, sem hann hefir um samskonar löggjöf í Englandi.

Út af ummælum hæstv. fjrh. um endurskoðun tekjuskattslaganna og þörf á sjerfróðri hjálp í þeim efnum skal jeg taka fram, að þetta er rjett, sem hæstv. fjrh. segir, en því miður hafa stuðningsmenn hans neitað samskonar hjálp við mál, sem máske er ennþá erfiðara að framkvæma án þessarar hjálpar þeirra, sem þekkja vel til úti um land. Jeg vil benda á ósamræmið í þessu, því að hjer er alveg um hliðstæða athugun að ræða.