13.05.1925
Efri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2295 í B-deild Alþingistíðinda. (1252)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg hefði ekki minst á athafnir fyrverandi stjórnar í þessu sambandi, ef mjer hefði ekki verið gefið tilefni til þess af einum flokksmanni hennar. Jeg deildi alls ekki á háttv. 1. landsk., enda sagði hann, er þingið 1921 hafði skattakerfið til meðferðar, að breytingarnar myndu valda 21/2 milj. kr. tekjuhalla, og verður ekki annað sagt en að hann hafi orðið þar sannspár. En hitt verður ekki hrakið, að stjórnin 1923 kom ekki fram með nauðsynlegar till. til endurbóta. Sú eina till., sem fram var borin, svo til bóta væri, var um lágan verðtoll á nokkrum vörutegundum, en fyrir henni voru færð svo ljeleg rök, að hún náði ekki fram að ganga. Hv. þm. (SE) mintist á góðærið 1924, þessa sendingu forsjónarinnar. Ekki vil jeg draga úr þeim ummælum. En það mætti líka minna á, að forsjónin sendi þá einnig landinu stjórn, sem meðal annars lækkaði útgjöldin, sem hv. þm. (SE) lýsti svo átakanlega, um 11/2 milj. kr.