13.05.1925
Efri deild: 76. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2306 í B-deild Alþingistíðinda. (1255)

16. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forsætisráðherra (JM):

Jeg ætla ekki að gera hv. 5. landsk. (JJ) það til geðs að ræða um það, sem hann beindi til mín, því jeg býst við, að hv. þdm. hafi fengið í bili nokkurnveginn nóg straff synda sinna, þótt einhver verði endir á vaðli hans. En jeg vildi aðeins biðja hv. þm. að segja, hvað hann hefir fyrir sjer, í því, hvað jeg hafi átt að hafa verið að tala um við konung í veislunni, og hvað hann hefir fyrir sjer í því, að vínið hafi flotið eins ört og hann gaf í skyn. Jeg skal ekki segja, hvernig þessu er varið í veislum, þar sem hv. 5. landsk. er viðstaddur, en jeg hefi aldrei nokkurn tíma orðið var við, að við slík tækifæri væri haft vín um hönd. Nei, þetta er ein af Gróusögum hv. 5. landsk.. sem maður er farinn að venjast.