06.04.1925
Neðri deild: 52. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 664 í B-deild Alþingistíðinda. (131)

1. mál, fjárlög 1926

Björn Líndal:

Það er nú síður að tala fyrir brtt. sínum, og vil jeg ekki verða til þess að víkja frá honum. Jeg á hjer eina brtt. á þskj. 290. Hún fer fram á, að ríkissjóður ábyrgist fyrir Akureyrarkaupstað alt að 150 þús. kr. til hafnarbóta.

Nú er svo komið, að skipalægi kaupstaðarins er orðið alt of lítið, sökum aukningar flotans upp á síðkastið, einkum á veturna. Því er í ráði að stækka það, og er áætlað, að sú stækkun kosti 150 þús. kr.

Hagur Akureyrar er nú í miklum blóma og hafnarsjóðurinn stendur svo föstum fótum, að tekjur hans síðasta ár námu 160 þús. kr., en útgjöld voru aðeins 60 þús. kr.

Akureyri mun nú sennilega vera einhver efnaðasti bær landsins. En þó er hjer farið fram á ríkissjóðsábyrgð, og er það sökum þess, að á þann hátt fæst lánið með hagkvæmari kjörum en ella. Með því móti mun það fást með 61/2% ársvöxtum. Þetta er ástæðan til þess, að farið er fram á að fá þessa ábyrgð, og vona jeg, að hv. deild taki vel í málið, þar sem svo lítið er í húfi.