12.03.1925
Neðri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2338 í B-deild Alþingistíðinda. (1351)

84. mál, aflaskýrslur

Frsm. (Sigurjón Jónsson):

Eins og stendur í greinargerð þessa frv., er það flutt af sjávarútvegsnefnd eftir tilmælum Fiskif jelags íslands, en hinsvegar hefir nefndin ekki tekið afstöðu til einstakra greina frv. nje orðalags á þeim.

Eins og kom fram við 1. umr., ætlaði sjútvn. að athuga málið milli umr. Það gerði hún í morgun, og hefir hún komið fram með brtt. við frv., á þskj. 168. Brtt. er í því fólgin, að feld sje niður af 8. gr. seinni málsgr. Ástæðan er sú, að það ákvæði er gersamlega óþarft, því að í öðrum lögum eru ákvæði um sektir við því að gefa rangar skýrslur. Þessi hluti 8. gr. er því óþarfur. Sjútvn. viðurkennir, að 3. og 4. gr. hefðu getað verið heppilegar orðaðar, en af því að augljóst ei, við hvað þær eiga, hefir nefndinni ekki þótt taka því að breyta þeim. Það eru fyrri málsgr. beggja greinanna, sem hjer um ræðir. Síðast í fyrri málsgr. 4. gr. stendur: „.... eftir því sem krafist er.“ Þótt nú sjútvn. þyki ekki taka að breyta þessu, vil jeg, að fram komi í umr., að sjútvn. geri ráð fyrir, að ekki komi fram aðrar kröfur en þær, sem geta talist sanngjarnar og hægt er að fullnægja. Það er ekki hægt að krefjast þess, að sundurliðað sje nákvæmlega, hve mikill afli er í hvert skifti, en ætlast er til, að það sje gert eins nákvæmlega og unt er, og ætti það að nægja.

Nú geri jeg ekki ráð fyrir, að þörf sje að hafa fleiri orð um þetta mál. Frv. fer fram á að lögfesta það, sem árum saman hefir tíðkast, sem sje að Fiskifjelag Íslands fái aflaskýrslur. Það er engum vafa undirorpið, að best er að hafa sem glegst yfirlit yfir hag þjóöarbúskaparins í öllum greinum. Til þess er nauðsynlegt að hafa sem nákvæmastar aflaskýrslur.

Vil jeg svo óska þess, að brtt. verði samþykt og málinu síðan vísað til 2. umr.