12.03.1925
Neðri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2339 í B-deild Alþingistíðinda. (1352)

84. mál, aflaskýrslur

Jón Kjartansson:

Jeg stend ekki upp til þess að andmæla þessu frv., en vil aðeins skjóta bví fram nefndinni til athugunar, að mier finst það bæði mjög óákveðið og í bví felast mótsagnir. T. d. stendur í síðari málsgr. 1. gr.: „Skal Fiskifjelagið hafa umboðsmenn í helstu veiðistöðvum landsins ....“. Jeg veit ekki, hvort hjer er átt við fasta starfsmenn Fiskifjelags Islands, eða hvort skipa á sjerstaka menn í þessu skyni; sýnist eðlilegast, að það sjeu lögreglustjórar eða hreppstjórar, sem yrði falin þessi störf.

Í 8. gr. frv. segir, að alt að 50 kr. skuli greiða í sekt á dag, eftir að veiðin er komin á land, en í 3. gr. er árabátum ætlað að gefa skýrslu vikulega. Í þessu felst ósamræmi, og vil jeg skjóta því til nefndarinnar, að þetta sje lagfært. Annars er jeg þakklátur fyrir brtt. á þskj. 168.