12.03.1925
Neðri deild: 31. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2340 í B-deild Alþingistíðinda. (1353)

84. mál, aflaskýrslur

Frsm. (Sigurjón Jónsson):

Jeg get borið það fram við sjútvn. á næsta fundi, að þetta sje athugað. Viðvíkjandi því, sem hv. þm. V.-Sk. (JK) mintist á um umboðsmenn Fiskifjelags Íslands, er gengið út frá, að erindrekar fjelagsins í hverjum landsfjórðungi safni skýrslum og hafi menn sjer til aðstoðar í öllum aðalveiðistöðvum. Yrðu þá fastir starfsmenn þess í hverjum fjórðungi og þeir sjá um, að útvegaðir sjeu menn. Annars skal jeg bera þetta fram við sjútvn., svo að það verði enn einu sinni lesið yfir fyrir 3. umr.