23.03.1925
Neðri deild: 40. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2345 í B-deild Alþingistíðinda. (1368)

103. mál, veiting ríkisborgararéttar til séra Friðriks Hallgrímsssonar

Forsætisráðherra (JM):

Jeg hefi ekki svo mikið að athuga við það, þó að nefndin leggi til, að sjera Friðriki Hallgrímssyni sje veittur ríkisborgararjettur. En mjer finst undarlegt að taka hann einan út úr og flytja sjerstakt frv. um hann, og láta þó getið, að upplýsingar vantaði um hina mennina. Nefndin gat aflað sjer þeirra upplýsinga, er þurfti, hjá stjórninni, og því ástæðulaust að fara þessa leið að órannsökuðu máli, enda verður sjera Friðrik að líkindum kominn hingað áður en lögin öðlast gildi. Það hefir verið spurst fyrir um það vestra, hverrlig litið sje á ríkisborgararjett hans þar, en svarið ókomið.

Jeg hefði kunnað betur við, að nefndin hefði athugað málið betur, því að ætli hún sjer að koma með einn og einn svona eftir hendinni „að fengnum upplýsingum“, er það þvert ofan í þær venjur eða reglur, er fylgt hefir verið um þessi mál. Þingið hefir æskt þess, að stjórnin ætti frumkvæði slíkra mála. Stjórnin hefir nú leitað sjer þeirra upplýsinga, er auðið var, og gert tillögur um þá menn eina, er hún taldi til greina geta komið.

Jeg hefði ekkert haft við þessa aðferð. allshn. að athuga, hefði hún aðeins getað fallist á þennan eina mann, en lagt á móti öllum hinum. Hitt er óvenjulegt, að ætla að koma með mennina smátt og smátt og hvern þeirra í sjerstöku frv. Með því er brotin gömul venja.