23.03.1925
Neðri deild: 40. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2349 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

103. mál, veiting ríkisborgararéttar til séra Friðriks Hallgrímsssonar

Frsm. (Árni Jónsson):

Það eru aðeins örfá orð út af síðustu ummælum hæstv. forsrh. Jeg vildi aðeins geta þess, að nefndin hefir enga fullnaðarákvörðun tekið um það, hvernig hún snýr sjer í þessu máli. Hún mun bera þá, sem hún þykist geta mælt með, hvort sem þeir verða einn eða fleiri, upp í einu frv., eftir því sem jeg býst við.