23.03.1925
Neðri deild: 40. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2349 í B-deild Alþingistíðinda. (1374)

103. mál, veiting ríkisborgararéttar til séra Friðriks Hallgrímsssonar

Magnús Torfason:

Nefndin ætlaðist ekki til, að umræður yrðu um þetta mál, þar sem þær lilytu að verða meira og minna persónulegar, og þar að auki hafði hún ætlað sjer að leita álits hæstv. forsrh. Ef aðeins þetta frv. verður borið fram, þá er það til þess að forða umræðum um þá menn, sem ekki verða teknir upp. Annars er óráðið, hvort borið verður fram frv. fyrir hvern mann eða fleiri í einu.