30.03.1925
Neðri deild: 46. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2369 í B-deild Alþingistíðinda. (1423)

91. mál, einkenning fiskiskipa

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg vil aðeins taka það fram, að það er ekki jeg, sem hefi látið bera þetta frv. fram, heldur er það fram komið fyrir tilstilli hæstv. dómsmálaráðherra (JM), vegna þess að álitið er, að einkenning fiskiskipanna sje einn liður í lögreglueftirlitinu á sjó, en það eftirlit er hjá dómsmálaráðuneytinu. Geri jeg því ráð fyrir, að hæstv. dómsmálaráðherra (JM) muni upplýsa háttv. 1. þm. G.-K. (ÁF) um það, sem hann spurði um.