30.03.1925
Neðri deild: 46. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2369 í B-deild Alþingistíðinda. (1424)

91. mál, einkenning fiskiskipa

Forsætisráðherra (JM):

Það er ekki ætlast til, að þetta gildi fyrir önnur skip en þau, sem tiltekin eru í 2. málsgr. 1. gr. frv., þ. e. fiskigufuskip. Annars hefi jeg ekkert tilefni til þess að segja neitt frekar út af ræðu háttv. 1. þm. G.-K. (ÁF), sem er rjett.

Jeg skal taka það fram í þessu sambandi, að jeg hygg ekki, að frv. brjóti í bág við alþjóðalög um frjálsar siglingar á hafinu. Jeg hefi rannsakað þetta talsvert og held að það sje óhætt að samþykkja þetta frv. þess vegna. Jeg get vel fallist á brtt. nefndarinnar. Það er eðlilegast, að allar sektir fyrir landhelgisbrot renni í sama sjóðinn, en þó held jeg, að þetta hefði ekki þurft að reka sig á lögin um botnvörpuveiðar. En sem sagt, breytingin er til bóta.