06.04.1925
Efri deild: 48. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2399 í B-deild Alþingistíðinda. (1474)

57. mál, bæjarstjórn á Akureyri

Frsm. (Jónas Jónsson):

Þetta mál er mjög einfalt. Það er flutt af hv. þm. Ak. (BL), og í greinargerðinni er sagt, að Akureyri sje eini kaupstaður landsins, sem enn hafi ekki fengið rjett til þess að viðhafa hlutfallskosningar við nefndaskipun í bæjarstjórn. Frv. fer ekki fram á annað en það, að Akureyrarkaupstaður öðlist þau rjettindi, sem aðrir kaupstaðir landsins njóta og hafa öðlast smátt og smátt. Allshn. hefir athugað frv. og þykir henni ekki ástæða til þess að bíða með þetta eftir því, að allsherjarkaupstaðalöggjöf verði sett, sem væntanlega verður þð áður langt líður. Nefndin vill því mæla með frv., að það nái nú fram að ganga, þótt hún geri ráð fyrir því, að þetta ákvæði, sem í frv. felst, verði tekið á sínum tíma upp í allsherjarlöggjöf fyrir kaupstaði landsins.