03.03.1925
Neðri deild: 24. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2404 í B-deild Alþingistíðinda. (1496)

67. mál, skipting Ísafjarðarprestakalls

Pjetur Ottesen:

Jeg vil ekki láta hjá líða að geta þess nú þegar, fyrst flm. þessa frv., hv. þm. N.-Ísf. (JAJ), fór á annað borð að reifa þetta mál nú og færa fram ástæður fyrir því, að nú sem fyr má benda á miklar og margar ástæður, sem mæla í gegn því, að nauðsyn sje að stofna þetta embætti, en þar sem nú er komið að fundarlokum, gefst ekki færi á því að þessu sinni, og verður það að bíða þangað til síðar. En út af því, að komin er fram till. um að vísa máli þessu til mentmn., vil jeg geta þess, að það er hvorttveggja, að hin eiginlega fræðslueða mentastarfsemi prestanna er nú að litlu eða engu orðin, og svo hitt, að þegar mál þetta var hjer síðast fyrir þinginu, var það í allshn., og tel jeg því sjálfsagi, að því verði vísað þangað.