20.03.1925
Neðri deild: 38. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2443 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

100. mál, sala á prestsmötu

Flm. (Hákon Kristófersson):

Jeg sje ekki ástæðu til þess, að þessu sinni, að fara mörgum orðum um málið; það er svo ljóst. Enda býst jeg við því, að háttv. þdm. langi fremur til þess að heyra umræður um næsta mál, og bíði því fullir eftirvæntingar.

Aðeins vil jeg afsaka það, hvað frv. þetta kom seint fram, en það stafaði af því, að jeg þurfti að afla mjer upplýsinga um málið, og getur sú nefnd, er fær það til meðferðar, fengið þær upplýsingar hjá mjer.

Vil jeg svo leyfa mjer að óska þess, að málinu verði vísað til fjárhagsnefndar að þessari umr. lokinni.