24.04.1925
Neðri deild: 63. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2491 í B-deild Alþingistíðinda. (1583)

59. mál, sundnám

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það munu sjálfsagt ýmsir fallast á það með hv. þm. Dala. (BJ), að best væri að hafa almenna sundnámsskyldu. En það er þó ekki rjett, að hjer sje verið að fara krók, heldur er farið talsvert áleiðis, þó ekki sje farið alla leið í þessum eina áfanga. Menn hafa mismunandi þörf fyrir sundkunnáttu, eftir því, hvort þeir eiga heima í sveit eða við sjó, og þess vegna er það lagt í hendur bæjarstjórna að ákveða um þetta, enda er heppilegast, að slík skylda taki ekki í byrjun nema til vissra staða, þar sem hægt er um að koma við sundkenslunni og nauðsyn sundkunnáttu er rík. Ef þessum lögum verður vel tekið, þá mun á sínum tíma komast á almenn sundskylda. En eins og nú er ástatt, er ekki hægt að gera meira en frv. fer fram á.