27.04.1925
Neðri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2492 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

59. mál, sundnám

Sigurjón Jónsson:

Þessi litla brtt. frá hv. þm. V.-Ísf. (ÁÁ), sem ekki er kominn inn í deildina, er aðeins orðabreyting í þá átt að samræma betur greinar frv., og hýst jeg ekki við því, að neinn hv. þdm. hafi neitt á móti þessari orðabreytingu. Við tókum eftir því í mentmn., að það fór betur á því, að 1. gr. byrjaði eins og hv. þm. (ÁÁ) leggur til. — Mentmn. hefir að vísu ekki átt fund um brtt. hv. þm. Dala. (BJ), en jeg býst ekki við því, að hún geti mælt með því, að þær verði samþyktar.