01.05.1925
Efri deild: 65. fundur, 37. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (1592)

59. mál, sundnám

Frsm. (Ingibjörg H. Bjarnason):

Jeg vil leyfa mjer fyrir hönd mentmn. að lýsa yfir því, að þó að tillögur nefndar­innar sjeu að mínu áliti til bóta, mun hún ekki leggjast á móti frv. eins og það nú er; álítur hún, að vel megi samþykkja það eftir að hv. Nd. hefir haft það til athugunar, og ræður því hv. þdm. til að samþykkja það óbreytt.